Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 18. júlí 2020 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Messi ekki valinn bestur hjá Barcelona
Erfitt tímabil í La Liga.
Erfitt tímabil í La Liga.
Mynd: Getty Images
Spænski fjölmiðillinn Marca hefur birt niðurstöðu kosningar um leikmann tímabilsins hjá Barcelona. Fjölmiðillinn stóð fyrir kosningunni.

Athygli vekur að Lionel Messi sem skorað hefur 28 mörk í 41 keppnisleik á tímabilinu var ekki valinn bestur. Markvörðurinn Marc-Andre ter Stegen, markvörður Börsunga, var fyrir ofan Messi í kosningunni.

Ungstirnin Ansu Fati og Riqui Puig voru í þriðja og fjórða sæti, en Antoine Griezmann var í 18. sæti.

Barcelona hafnar í öðru sæti spænsku úrvalsdeildarinnar á eftir erkifjendum sínum í Real Madrid. Lokaumferð deildarinnar fer fram á morgun.

Eftir tap gegn Osasuna í síðustu umferð sagði Messi: „Við erum með veikt lið og það er hægt að vinna okkur með því að vera með mikla ákefð og eldmóð gegn okkur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner