lau 18. júlí 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tierney sýndi puttann á sigurmynd
Tierney í leiknum á Wembley í kvöld.
Tierney í leiknum á Wembley í kvöld.
Mynd: Getty Images
Kieran Tierney, varnarmaður Arsenal, átti stórleik þegar Arsenal vann Manchester City 2-0 á Wembley og tryggði sér sæti í úrslitaleik enska bikarsins.

Tierney var keyptur frá Celtic síðasta sumar og átti í miklum erfiðleikum með meiðsli framan af tímabili. Hann hefur komið sterkur inn að undanförnu og staðið sig vel í vinstra megin í þriggja miðvarðar kerfi.

Emiliano Martinez, markvörður Arsenal, birti eftir leikinn liðsmynd sem tekin var í klefanum á Wembley. Á myndinni er Tierney að sýna puttann en hann hefur núna beðist afsökunar á því.

„Ég vissi ekki að þessi mynd myndi birtast einhvers staðar. Þetta var grín á milli mín og liðsstjórans. Ég biðst afsökunar ef einhver móðgaðist," skrifaði Tierney á Twitter.

Aðdáandi Tierny gerði ummæli við færslu kappans á Twitter og skrifaði þar: „Segjum bara að þetta hafi verið ætlað krabbameini mínu vinur. Frábær leikur sem gerði kvöldið á spítalanum miklu betra."

Tierney sá ummælin og lofaði þessum aðdáanda treyju. Vel gert hjá Skotanum.



Athugasemdir
banner
banner
banner