Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 18. júlí 2021 11:31
Brynjar Ingi Erluson
Anderson hafði alla burði til að verða sá besti - „Hann elskaði McDonald's"
Anderson elskar að borða
Anderson elskar að borða
Mynd: Getty Images
Brasilíski miðjumaðurinn Anderson hefði getað orðið besti leikmaður heims. Þetta segir Rafael da Silva, fyrrum samherji hans hjá Manchester United í ævisögunni The Sunshine Kids.

Rafael ásamt tvíburabróður sínum, Fabio, gaf út ævisögu um ferilinn í samstarfi við The Mirror en en bókin nefnist Sunshine Kids og er þar farið um víðan völl.

Bræðurnir hafa spilað með mörgum frábærum leikmönnum en enginn var betri en Anderson.

Anderson spilaði með United frá 2007 til 2015 en hann spilaði aðeins 181 leik og skoraði 9 mörk á átta árum sínum hjá félaginu,

Erfið meiðsli settu strik í reikninginn og hafði það veruleg áhrif á feril hans hjá enska stórliðinu.

„Við vorum oft í liðsrútunni og keyrðum framhjá stórum fyrirtækjum og alltaf öskraði Anderson: McDonald's, þarna er McDonald's," sagði Rafael.

„Hann var klikkaður en ég elska hann. Ef þú lést hann fá fótbolta þá gat hann gert ótrúlegustu hluti með hann og ef hann fékk að spila nokkra leiki í röð þá var hann með bestu mönnum deildarinnar."

„Ekki bara það, heldur þegar hann spilaði vel þá vorum við að spila frábæran fótbolta. Hann meiddist nokkrum sinnum mjög illa og það var þá sem mataræðið fór að hafa áhrif á hann."

„Það er engin tilviljun að hann var upp á sitt besta þegar hann fékk að spila mikið því þá gat hann ekki borðað jafn mikið. Eitt sem mig langar að segja um Anderson er að ef hann hefði alvarlegri atvinnumaður í því sem hann gerir þá hefði hann orðið besti leikmaður heims

„Mér er alvara. Ég er ekki viss um hvort hann hafði tekið þetta alvarlega á einhverjum tímapunkti. Hann elskaði bara lífið og var léttur í lund. Það var viss kostur og gerði hann einn af vinsælustu leikmönnum liðsins. Maðurinn borðaði bara allt sem honum var fært,"
sagði Rafael í ævisögunni.

Anderson er 33 ára gamall í dag og er hættur í fótbolta. Hann er aðstoðarþjálfari tyrkneska félagsins Adana Demirspor.
Athugasemdir
banner