Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 18. júlí 2021 13:29
Brynjar Ingi Erluson
Klopp: Konate er klár í slaginn
Ibrahima Konate
Ibrahima Konate
Mynd: Liverpool
Franski varnarmaðurinn Ibrahima Konate verður með Liverpool í fyrstu tveimur æfingaleikjum undirbúningstímabilsins gegn Wacker Innsbruck og Stuttgart á næstu dögum en Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að hann sé klár í slaginn.

Konate var keyptur til Liverpool frá RB Leipzig fyrr í sumar fyrir 36 milljónir punda en hann er með liðinu í æfingabúðum í Austurríki sem stendur.

Liverpool spilar tvo 60 mínútna æfingaleiki á þriðjudag, gegn Wacker Innsbruck og Stuttgart og mun Konate fá fyrstu mínúturnar með Liverpool í þeim leikjum.

„Hann hefur fengið góða hvíld og átt nokkuð eðlilegt undirbúningstímabil hingað til. Hann er klár í slaginn og það er mikilvægt fyrir hann að fá mínútur sem fyrst, til þess er jú undirbúningstímabilið," sagði Klopp.

„Fólk segir að það eru líkindi með Liverpool og Leipzig og það er alveg satt. Það er líka margt ólíkt og það er mikilvægara að vinna í þeim þáttum."

„Það eru nokkrir hlutir sem eru í vana hjá honum sem er ólíkt því hvernig við gerum hlutina þannig við þurfum að vinna í því en það er ekki auðvelt því við höfum bara verið saman í sex daga."

„Þetta er samt allt saman eðlilegt. Fyrstu dagarinir eru til þess að átta sig á því hvað hann er að gera þegar hann er ekki að hugsa og aðrir þættir. Eftir það þá hefst þetta allt saman og þess vegna þarf hann að spila og það mun gerast,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner