Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 18. júlí 2021 16:26
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool að hefja samningaviðræður við Henderson
Jordan Henderson verður væntanlega áfram í Liverpool
Jordan Henderson verður væntanlega áfram í Liverpool
Mynd: Getty Images
Enska félagið Liverpool er að undirbúa samningaviðræður við Jordan Henderson, fyrirliða liðsins, en það er Daily Mail sem greinir frá.

Mikilvægi Henderson hjá Liverpool er gríðarlega mikið. Hann kom frá Sunderland fyrir áratug og átti erfitt með að stimpla sig inn í liðið.

Fyrstu árin voru erfið en góð í reynslubankann. Í dag hefur hann unnið Meistaradeild Evrópu og ensku úrvalsdeildina sem fyrirliði liðsins.

Samningur hans við Liverpool gildir til 2023 en Liverpool er að hefja samningaviðræður við kappann.

Henderson er 31 árs gamall en Liverpool vill sjá til þess að hann klári ferilinn í Liverpool-borg.

Liverpool er þá einnig að ganga frá samningaviðræðum við brasilíska markvörðinn Alisson og er félagið einnig að ræða við Virgil van Dijk.
Athugasemdir
banner
banner