Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 18. júlí 2021 20:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pellistri vill vera áfram en Solskjær ætlar að lána hann
Pellistri í leiknum í dag.
Pellistri í leiknum í dag.
Mynd: Getty Images
Kantmaðurinn Facundo Pellistri fékk tækifæri með aðalliði Manchester United í æfingaleik gegn Derby County í dag. Hann nýtti tækifærið vel og skoraði annað mark United í 2-1 sigri.

Pellistri er aðeins 19 ára, en hann kom til Man Utd fyrir síðasta tímabil frá Peñarol í heimalandinu, Úrúgvæ.

Hann var lánaður til Alaves á Spáni seinni hluta síðustu leiktíð og þótti standa sig með ágætum. Eftir leikinn í dag sagðist Pellistri vilja vera áfram hjá Man Utd til að berjast um sæti í liðinu, en Ole Gunnar Solskjær, stjóri liðsins, er ekki sammála; hann telur að það sé best fyrir leikmanninn að fara á láni.

„Það er mikill áhugi á honum og það yrði honum fyrir bestu að fara á láni," sagði Solskjær eftir leikinn við Derby.

Solskjær hrósaði Pellistri fyrir innkomu sína í dag og sagði að hann væri erfiður leikmaður að spila á móti.

Verður Lingard áfram?
Jesse Lingard spilaði í æfingaleiknum í dag en miklar vangaveltur eru um framtíð hans. Hann var frábær á láni hjá West Ham á síðustu leiktíð og það eru sögur um að West Ham vilji kaupa hann í sumar.

„Hann er í plönunum hjá mér og býst ég við því að hann verði partur af leikmannahópnum þegar tímabilið fer af stað," sagði Solskjær um Lingard eftir leikinn í dag.

Sjá einnig:
Lingard í plönunum hjá Solskjær
Styttist í að Sancho verði kynntur hjá Man Utd
Athugasemdir
banner
banner
banner