Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   sun 18. júlí 2021 15:19
Brynjar Ingi Erluson
Svíþjóð: Annar sigur Hammarby í röð - Norrköping tapaði
Jón Guðni er að spila vel í vörninni hjá Hammarby
Jón Guðni er að spila vel í vörninni hjá Hammarby
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Milos Milojevic og lærisveinar hans í Hammarby unnu annan leik sinn í röð er liðið lagði Örebro að velli, 2-0.

Hammarby fer gríðarlega vel af stað eftir sumarfrí en liðið hefur ekki tapað leik síðan mótið fór aftur af stað í byrjun mánaðarins.

Liðið gerði jafntefli í fyrsta leik og vann síðan Degerfors 5-1 í síðustu umferð. Hammarby fylgdi því vel á eftir með 2-0 sigri á Örebro í dag en Jón Guðni FJóluson spilaði allan leikinn í vörninni.

Á sama tíma tapaði Norrköping fyrir Häcken, 1-0. Ari Freyr Skúlason og Ísak Bergmann Jóhannesson voru báðir í byrjunarliði Norrköping en Ari fór af velli á 59. mínútu.

Oskar Sverrisson kom inná sem varamaður hjá Häcken í uppbótartíma.

Milos fer með Hammarby upp í 4. sæti og er liðið með 18 stig og upp fyrir Norrköping sem er í 5. sæti með 17 stig. Häcken er í 7. sæti með 15 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner