Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 18. júlí 2021 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur að Óli Kristjáns hafi sýnt sitt rétta andlit í sjónvarpinu
Ólafur stóð sig mjög vel sem sérfræðingur.
Ólafur stóð sig mjög vel sem sérfræðingur.
Mynd: Skjáskot
Fótboltaþjálfarinn Ólafur Kristjánsson vakti athygli fyrir góð störf sem sérfræðingur Stöð 2 Sport á Evrópumótinu í fótbolta.

Ólafur var léttur, ljúfur og kátur - í blanda við það sýna mikla þekkingu - í útsendingum frá mótinu og segir Guðmundur Benediktsson, sem stjórnaði umfjölluninni ásamt Helenu Ólafsdóttur, að þarna hafi Ólafur sýnt sitt rétta andlit.

„Óli var frábær fyrir okkur og ég held að Óli hafi kannski sýnt fólki sína réttu mynd," sagði Guðmundur í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær.

„Óli hefur fengið á sig stimpil á Íslandi fyrir að vera prófessorinn og kannski frekar þungur eitthvað í viðtölum. Ólafur Kristjánsson er frábær gæi og ég held að það hafi sést vel í þessari keppni."

Gummi sagði jafnframt: „Svo var ég gríðarlega ánægður með stelpurnar sem komu inn. Það er ekki auðveldur heimur að stíga inn í. Margrét Lára, Mist, Adda, mér fannst þær allar standa sig ofboðslega vel."

Hægt er að hlusta á allt viðtalið við Gumma hér að neðan.
Gummi Ben um EM og spennandi Pepsi Max umferð
Athugasemdir
banner
banner