Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 18. júlí 2021 15:09
Brynjar Ingi Erluson
Tveir fótboltamenn með veiruna í Ólympíuþorpinu
Tveir leikmenn Suður-Afríku eru með veiruna
Tveir leikmenn Suður-Afríku eru með veiruna
Mynd: EPA
Tveir landsliðsmenn Suður-Afríku eru með kórónaveiruna og eru það tilfellin sem hafa verið greind í Ólympíuþorpinu í Tókýó en opnunarhátíðin fer fram á föstudag.

Thabiso Monyane, leikmaður Orlando Pirates og Kamohelo Mahlatsi, leikmaður Moroka Swallows voru skimaðir fyrir veirunni ásamt leikmönnum Suður-Afríku og kom í ljóst að þeir voru með veiruna.

Þetta eru fyrstu íþróttamennirnir á leikunum sem greinast með Covid-19 en þetta setur allt í uppnám.

Allur hópurinn hjá Suður-Afríku er kominn í sóttkví en fyrsti leikur þeirra er gegn Japan á fimmtudag.

Leikmennirnir misstu af fyrstu æfingu og halda áfram að fara í skimanir en það verður fróðlegt að sjá hvort liðið fái grænt ljóst á að mæta Japan eftir fjóra daga.
Athugasemdir
banner
banner
banner