Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 18. júlí 2021 11:17
Brynjar Ingi Erluson
Van Dijk: Þetta eru falsfréttir
Mynd: EPA
Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool og hollenska landsliðsins, hefur gagnrýnt Daily Mirror fyrir óvönduð fréttaskrif um landsliðsþjálfarastöðuna hjá hollenska landsliðinu.

Louis van Gaal mun væntanlega taka við hollenska landsliðinu en Frank De Boer hætti með liðið eftir Evrópumótið.

Van Gaal hefur tvisvar sinnum stýrt landsliðinu en hann gæti nú verið að taka við Hollendingum í þriðja sinn á ferlinum.

Mirror greindi frá því í gær að nokkrir leikmenn hollenska liðsins séu mótfallnir því að fá Van Gaal í þjálfarastólinn og á Van Dijk að vera forsprakki hópsins.

Varnarmaðurinn þverneitar fyrir þetta og er hann vonsvikinnn með skrif Mirror.

„Þessi frétt er ekki sönn. Það hefur aldrei verið mikilvægara fyrir blaðamenn að segja sannleikann og ekki að skálda einhverja hluti. Þú ættir að skammast þín herra Mullock," skrifar Van Dijk á Twitter.

Van Gaal hefur verið án starfs síðan hann var rekinn frá Manchester United árið 2016. Þá tilkynnti hann fyrir tveimur árum að hann væri sestur í helgan stein.


Athugasemdir
banner
banner