Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 18. júlí 2022 11:00
Hafliði Breiðfjörð
1500 Íslendingar meðal 10.500 áhorfenda í Rotherham
Icelandair
Íslendingar munu fjölmenna í bláum búningum í Rotherham í kvöld.
Íslendingar munu fjölmenna í bláum búningum í Rotherham í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það verða 10.500 áhorfendur sem munu sjá leik Íslands og Frakklands á Evrópumótinu á Englandi klukkan 19:00 í kvöld.


Þetta er lokaleikur Íslands í riðlinum og í kvöld ræðst hvort Ísland kemst í 8 liða úrslit.

Þetta verður fyrsti leikur Íslands í bláa EM búningnum sem var sérstaklega framleiddur fyrir mótið en hingað til hafa þær spilað í hvítum varabúningi úr gamla settinu.

Íslendingar verða fjölmennir í stúkunni sem fyrr en 1500 Íslendingar verða á leiknum í kvöld. Búast má við að þau einoki stúkuna því franskir stuðningsmenn verða aðeins 400.

Leikurinn fer fram í 35 stiga hita og líklegt er að dómari leiksins muni stöðva leik til að gefa leikmönnum tækifæri til að fá sér vatn einu sinni í hvorum hálfleik.

Fjölmiðlar verða fjölmennir á leiknum því það verða 42 fréttamenn, 34 ljósmyndarar, 3 útvarpsstöðvar og 7 sjónvarpsstöðvar.


Athugasemdir
banner
banner
banner