Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 18. júlí 2022 16:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rotherham
Crewe Alexandra styður stelpurnar okkar
Icelandair
Frá æfingu hjá stelpunum okkar í Crewe.
Frá æfingu hjá stelpunum okkar í Crewe.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á meðan stelpurnar okkar hafa dvalið í Englandi, þá hafa þær dvalið í Crewe.

Það hefur farið vel um liðið á hóteli sem lítur út eins og kastali í úthverfi borgarinnar.

Liðið hefur líka æft á æfingasvæði Crewe Alexandra, fótboltafélaginu í borginni. Karlalið félagsins leikur í ensku D-deildinni á næstu leiktíð, en æfingasvæðið er mjög flott

Crewe styður við bakið á stelpunum okkar í kvöld og lýsir félagið því yfir á samfélagsmiðlinum Twitter.

„Við vonum að vinir okkar í íslenska landsliðinu nái í þau úrslit sem þær þurfa á að halda gegn Frakklandi í kvöld. Gangi ykkur vel," er skrifað á opinberan reikning Crewe sem er með tæplega 74 þúsund fylgjendur.

Einnig er birt mynd þar sem má sjá leikmenn Crewe með leikmönnum íslenska landsliðsins. Liðin skiptust á árituðum treyjum.

Þess má til gamans geta að íslenski fjölmiðlahópurinn í Englandi skellti sér á æfingaleik Crewe og West Brom á dögunum. Sá leikur endaði með sanngjörnu 1-1 jafntefli á hinum glæsilega Mornflake Stadium.


Athugasemdir
banner
banner
banner