Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 18. júlí 2022 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rotherham
Fær aldrei þennan klukkutíma til baka
Icelandair
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hefur verið nokkuð rætt og skrifað um það hvað leikmennirnir í landsliðinu hafa verið að gera í frítíma sínum á hótelinu í Crewe.

Hótelið er í raun fyrir utan Crewe og er ekki mikið um að vera fyrir utan það. Leikmenn hafa fundið sér ýmislegt að gera innan veggja þess.

Hópur af leikmönnum liðsins hafa til að mynda horft á bresku raunveruleikaþættina, Love Island, sem eru gríðarlega vinsælir hér í landi sem og annars staðar.

Það eru þó ekki allir leikmenn liðsins sem eru að horfa á þessa þætti. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er ekki ein þeirra.

„Ég reyndi þetta Love Island en ég fæ aldrei þennan klukkutíma til baka," segir Gunnhildur Yrsa.

Hún hefur meira verið að leika sér í pílukasti.

„Ég er búin að vera að æfa mig í pílukasti. Telma kenndi mér hvernig ætti að kasta pílu. Ég er búin að panta mér píluspjald heim til mín."

Íslenska liðið ferðaðist í gær yfir til Rotherham þar sem framundan er leikur við Frakkland. Þetta er síðasti leikurinn í riðlinum á EM og erum við með örlögin í okkar höndum; við förum pottþétt áfram með sigri í þessum leik.
Gunnhildur um fyrirliðaskiptin: Hefurðu séð Glódísi?
Athugasemdir
banner
banner
banner