Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 18. júlí 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Fer Ronaldo til Atlético? - Sagður hafa sannfært Simeone
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, gæti verið á leið til Atlético Madríd á Spáni. Þetta kemur fram í spænska vefmiðlinum AS.

Ronaldo hefur beðið Man Utd um að samþykkja sanngjörn tilboð í sig en hann telur það nauðsynlegt að spila áfram í Meistaradeild Evrópu.

Portúgalski sóknarmaðurinn, sem er 37 ára, skoraði 18 mörk í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Bayern München, Roma og Sporting eru öll sögð áhugasöm, en Ronaldo hefur útilokað að fara aftur til portúgalska félagsins; alla vega í bili.

AS á Spáni greinir nú frá því að Ronaldo hafi sannfært Diego Simeone, þjálfari Atlético Madríd, um að kaupa sig frá United. Þetta eru afar óvæntar fréttir í ljósi þess að hann spilaði með erkifjendum þeirra í Real Madrid í níu ár.

Samband hans við stuðningsmenn Atlético er ekkert sérlega gott og kæmi það því verulega á óvart ef hann myndi ákveða að semja við félagið. Framtíð hans ætti að ráðast á næstu vikum en hann ferðaðist ekki með United til Taílands og Ástralíu á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner