Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 18. júlí 2022 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Kallaði Haaland norrænan kjötskjöld - Grealish var eitt stórt spurningamerki
Erling Braut Haaland eða norræni kjötskjöldurinn eins og Hawke kýs að kalla hann
Erling Braut Haaland eða norræni kjötskjöldurinn eins og Hawke kýs að kalla hann
Mynd: Getty Images
Áhrifavaldurinn Troy Hawke stóð í dyrunum er leikmenn Manchester City mættu til æfinga í Houston um helgina og skildi leikmenn liðsins eftir sem eitt stórt spurningamerki.

Hawke er enskur áhrifavaldur sem hefur fengið mikið fylgi á samfélagsmiðlum fyrir að standa fyrir utan verslanir í fínum klæðum og bjóða fólk velkomið og gerir hann það með mjög svo tignarlegum hætti.

Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City fékk hann til að mæta fyrir utan æfingabúðir liðsins í Bandaríkjunum er leikmannahópurinn mætti á svæðið. Hann tók vel á móti þeim og hrósaði þeim á mjög svo undarlegan hátt.

Jack Grealish var fyrsti leikmaðurinn sem hann stoppaði. „Þú ert með mjög samhverft andlit," sagði Hawke við Grealish og var enski landsliðsmaðurinn eitt stórt spurningamerki. Hann þreifaði á andliti sínu og virtist ekkert skilja.

Norski framherjinn Erling Braut Haaland fékk fremur undarlegt hrós.

„Þú ert stórkostlegur norrænn kjötskjöldur," sagði Hawke og tók það smá tíma fyrir Haaland að melta þetta stórfurðulega hrós, ef hrós skal kalla.

Hægt er að sjá myndband af þessu hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner