Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 18. júlí 2022 17:58
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd gæti virkjað klásúlu í samningi Ronaldo - „Hann er ekki til sölu"
Erik ten Hag
Erik ten Hag
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, hefur gefið í skyn að félagið gæti virkjað klásúlu í samningi Cristiano Ronaldo.

Ronaldo er samningsbundinn United til 2023 en félagið á möguleika á að framlengja þann samning um annað ár.

Portúgalski sóknarmaðurinn ferðaðist ekki með liðinu til Taílands og Ástralíu í undirbúningi fyrir tímabilið og hefur beðið félagið um að samþykkja sanngjörn tilboð í sig.

Ten Hag er áfram vongóður um að halda Ronaldo og gefur í skyn að United ætli sér að virkja klásúlu í samningi hans sem myndi þýða að hann yrði samningsbundinn til 2024.

„Cristiano Ronaldo er ekki til sölu. Hann er í mínum plönum og hlakka til að vinna með honum. Staðan er enn sú sama. Ég er vel upplýstur og svo er möguleiki á að framlengja samning hans um eitt tímabil til viðbótar," sagði Ten Hag.

Hann svaraði því játandi er hann var spurður hvort Ronaldo gæti verið hjá félaginu til 2024.

Ronaldo skoraði 18 mörk í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en liðið tókst ekki að vinna sér sæti í Meistaradeild Evrópu.

Nokkur félög eru áhugasöm um að krækja í Ronaldo en Bayern München, Roma og Sporting hafa öll verið nefnd til sögunnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner