banner
   mán 18. júlí 2022 15:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Steini ætlar að koma á óvart í kvöld - „Hakan færi niður í gólf"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og alþjóð veit mætir íslenska landsliðið því franska í lokaleik riðilsins á EM í kvöld. Sæti í 8 liða úrslitum undir.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Frakkland

Breytingarnar á liði Íslands hafa ekki verið margar milli leikja. Eftir 1-1 jafntefli gegn Belgíu kom Elísa Viðarsdóttir inn í hægri bakvörðinn fyrir Sif Atladóttur í leikinn gegn Ítalíu.

Steini þjálfari íslenska liðsins sagði á blaðamannafundi í gær að hann ætlaði að koma á óvart. Spurning hvað það þýðir. Elvar, Gummi, Sæbjörn og Svava Kristín veltu því fyrir sér í EM innkastinu.

„Hvort að það verða engar breytingar eða fáránlega miklar breytingar," sagði Svava.

„Hann sagði þetta fyrir Hollandsleikinn síðasta haust og þá sáum við Guðný Árnadóttir í hægri bakverði. Kannski er hann með einhvern ás upp í erminni?" Sagði Sæbjörn.

Svava veltir fyrir sér hvort það sé ekki nauðsynlegt að gera breytingar.

„Þá er ég ekki að tala um að þetta sé slæmt. Við höfum ekki sótt sigur, að sækja sigur gegn Frakklandi verður erfitt. Við þurfum allavega að sækja í stig, við þurfum þá mögulega að henda í einhverjar flipp breytingar eða að halda í byrjunarliðið eða gera mjög lítillega breytingar," sagði Svava.

Síðast þegar Ísland mætti Frökkum spiluðum við í þriggja hafsenta kerfi.

„Hakan á mér færi niður í gólf, allt sem ég hef heyrt frá Steina, þá kæmi hann mér aldrei aftur á óvart," sagði Sæbjörn.


EM Innkastið - Eyjastemning í Rotherham
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner