
Njarðvík heimsótti Fylki á Tekk völlinn í kvöld þegar þrettánda umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína.
Eftir mikil jafnræði var það Amin Cosic sem skoraði sigurmark leiksins djúpt inn í uppbótartíma.
Lestu um leikinn: Fylkir 0 - 1 Njarðvík
„Geggjuð tilfinning og ég var mjög 'emotional' eftir leikinn sem er mjög skrítið. Ég er ekki oft 'emotional" sagði Amin Cosic eftir sigurinn í kvöld.
Tilfinningar báru hann ofurliði í leikslok þegar hann kvaddi Njarðvíkinga í stúkunni.
„Erfitt að kveðja og ég ætla að þakka staffinu, öllum þjálfurum og stjórninni og öllum sem hafa verið þarna fyrir mig. Það hjálpaði mér mjög mikið"
Amin Cosic hafði fulla trú á því í leiknum að hann myndi eiga sigurmarkið í þessum kveðjuleik.
„Já alltaf. Þessvegna vildi ég ekki fara útaf þegar ég fékk eitthvað högg þarna afran á læri og einhvern svona 'deadleg'. Ég vildi ekki fara útaf því mér leið eins og ég gæti skorað í leiknum"
Amin Cosic skoraði svo sigurmarkið alveg í blálok leiksins.
„Ég vissi ekkert hvert ég ætti að hlaupa. Ég var byrjaður að hlaupa að okkar stúku og aðeins að þeirra. Þetta var bara klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur"
Nánar er rætt við Amin Cosic í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍR | 13 | 8 | 4 | 1 | 24 - 10 | +14 | 28 |
2. Njarðvík | 13 | 7 | 6 | 0 | 31 - 12 | +19 | 27 |
3. HK | 13 | 7 | 3 | 3 | 25 - 15 | +10 | 24 |
4. Þór | 13 | 7 | 2 | 4 | 30 - 20 | +10 | 23 |
5. Þróttur R. | 13 | 6 | 4 | 3 | 24 - 21 | +3 | 22 |
6. Keflavík | 13 | 6 | 3 | 4 | 30 - 22 | +8 | 21 |
7. Grindavík | 13 | 4 | 2 | 7 | 28 - 38 | -10 | 14 |
8. Völsungur | 13 | 4 | 2 | 7 | 20 - 30 | -10 | 14 |
9. Selfoss | 13 | 4 | 1 | 8 | 15 - 25 | -10 | 13 |
10. Fylkir | 13 | 2 | 4 | 7 | 16 - 21 | -5 | 10 |
11. Leiknir R. | 13 | 2 | 4 | 7 | 13 - 28 | -15 | 10 |
12. Fjölnir | 13 | 2 | 3 | 8 | 18 - 32 | -14 | 9 |