Það hefur vakið mikla athygli að Birnir Snær Ingason hafi ákveðið að ganga í raðir KA, botnliðs Bestu deildarinnar.
Það eru aðeins tvö ár síðan Birnir var besti leikmaður Bestu deildarinnar með Víkingum en hann er núna mættur í KA, sem er á botni deildarinnar. Víkingur, hans fyrrum félag, er aftur á móti á toppnum. Því koma þessi skipti gríðarlega á óvart.
Það eru aðeins tvö ár síðan Birnir var besti leikmaður Bestu deildarinnar með Víkingum en hann er núna mættur í KA, sem er á botni deildarinnar. Víkingur, hans fyrrum félag, er aftur á móti á toppnum. Því koma þessi skipti gríðarlega á óvart.
Birnir fær býsna góðan samning hjá KA en hann semur þar út tímabilið.
Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, segist sýna því skilning að Birnir hafi valið KA.
„Við áttum samtal við Birni en hann ákvað að fara norður. Það er skilningur fyrir því," sagði Kári við Fótbolta.net í dag.
„Við erum svo sem ágætlega settir með tilkomu Óskar Borgþórs. Stígur Diljan er líka að stíga upp úr meiðslum. Svo fáum við Daða inn. Ég hef litlar áhyggjur af þessum sóknarstöðum."
Athugasemdir