Birnir Snær Ingason er kominn með leikheimild hjá KA og getur spilað sinn fyrsta leik fyrir félagið á morgun.
KA mætir þá ÍA á Greifavellinum í mikilvægum fallbaráttuslag.
KA mætir þá ÍA á Greifavellinum í mikilvægum fallbaráttuslag.
KA tilkynnti í morgun um komu Birnis Snæs til félagsins frá Halmstad í Svíþjóð. Hann skrifar undir samning við félagið út yfirstandandi tímabil.
Það eru aðeins tvö ár síðan Birnir var besti leikmaður Bestu deildarinnar með Víkingum en hann er núna mættur í KA, sem er á botni deildarinnar. Víkingur, hans fyrrum félag, er aftur á móti á toppnum. Því koma þessi skipti gríðarlega á óvart.
Birnir er núna kominn með leikheimild og getur byrjað að hafa áhrif fyrir KA á morgun.
Athugasemdir