Víkingar komust áfram í næstu umferð forkeppni Sambandsdeildar UEFA í gær með býsna sannfærandi sigri gegn Malisheva frá Kosóvó. Fyrri leikurinn fór 0-1 fyrir Víkingi og Víkingar bættu við átta mörkum í seinni leiknum í gær.
Leikurinn endaði 8-0 fyrir Víkingi og um er að ræða stærsta sigur í sögu íslensks liðs í Evrópukeppni. Breiðablik og KR áttu metið saman eftir sex marka sigra gegn Tre Penne frá San Marínó 2023 og Glenavon frá Norður-Írlandi 2016.
Leikurinn endaði 8-0 fyrir Víkingi og um er að ræða stærsta sigur í sögu íslensks liðs í Evrópukeppni. Breiðablik og KR áttu metið saman eftir sex marka sigra gegn Tre Penne frá San Marínó 2023 og Glenavon frá Norður-Írlandi 2016.
Þetta er líka stærsta tap í sögu félags frá Kosóvó í Evrópukeppni, bæði í einum leik og í einvígi samanlagt.
Það er líklega óhætt að segja að síðan Kosovo Football sem fjallar um fótbolta í Kosóvó hafi átt bestu færsluna á samfélagsmiðlinum X í kringum leikinn.
Þar eru úrslitin birt úr leiknum og einfaldlega skrifað: „Ekki gráta vegna þess að þetta gerðist. Brostu því þetta er búið."
Athugasemdir