Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   fös 18. júlí 2025 09:10
Elvar Geir Magnússon
Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool - Wissa vill helst fara til Spurs
Powerade
Hugo Ekitike, sóknarmaður Frankfurt.
Hugo Ekitike, sóknarmaður Frankfurt.
Mynd: EPA
Everton reynir að fá Douglas Luiz.
Everton reynir að fá Douglas Luiz.
Mynd: EPA
Rodrygo til Liverpool?
Rodrygo til Liverpool?
Mynd: EPA
Það styttist í ensku úrvalsdeildina og félögin eru á fullu að reyna að styrkja leikmannahópa sína. Það er Powerade sem færir þér slúðurpakkann.

Franski framherjinn Hugo Ekitike (23) er áþjáður í að ganga í raðir Liverpool og hefur farið fram á sölu frá Eintracht Frankfurt. Hann er með riftunarákvæði upp á 86,5 milljónir punda í samningi sínum. (Mirror)

Yoane Wissa (28), framherji Brentford, vill helst fylgja Thomas Frank til Tottenham en Newcastle United hefur einnig áhuga á honum. (Talksport)

Everton hefur lagt fram tilboð í brasilíska miðjumanninn Douglas Luiz (27) hjá Juventus. Aston Villa og West Ham sýna honum einnig áhuga. (Teamtalk)

Arsenal er nálægt því að tryggja sér sænska framherjann Viktor Gyökeres (27) frá Sporting. Áætlað er að hann fari í læknisskoðun á næstunni. (Football Transfers)

Arsenal reyndi að semja um kaup á portúgalska miðjumanninum Joao Palhinha (30) fyrr í sumar, en viðræður við Bayern München fóru út um þúfur. (Bild)

Úlfarnir hafa komist að samkomulagi um að fá kolumbíska vængmanninn Jhon Arias (27) frá Fluminense í Brasilíu. (ESPN)

Nottingham Forest gerir allt sem það getur til að fá Morgan Gibbs-White (25) til að vera áfram hjá félaginu. Tottenham hefur sýnt vaxandi áhuga á leikmanninum. (Givemesport)

West Ham er í viðræðum við Kyle Walker-Peters (28) en þessi enski varnarmaður er án félags eftir að hann yfirgaf Southampton og dró sig út úr samningaviðræðum við Besiktas. (Talksport)

Inter á Ítalíu hefur lagt fram tillögu um að fá nígeríska framherjann Ademola Lookman (27) að láni frá Atalanta með möguleika á kaupum fyrir 34,6 milljónir punda. Atalanta vill hins vegar hærri upphæð, um 43,2 milljónir punda, fyrir leikmanninn. (Sky Sports Italia)

Luton Town er að kaupa írska markvörðinn Josh Keeley (22) frá Tottenham en leikmaðurinn náði ekki samkomulagi um nýjan samning hjá Spurs. (Standard)

Arsenal hefur náð samkomulagi við Salford City um enska framherjann Will Wright (17) en Liverpool var einnig með í kapphlaupinu um leikmanninn. (Mail)

Írski framherjinn Evan Ferguson (20) hjá Brighton er í viðræðum við Roma um möguleg vistaskipti í sumar. (Fabrizio Romano)

Newcastle hefur áhuga á ítalska varnarmanninum Nicolo Savona (22) hjá Juventus, ítalska varnarmanninum Giorgio Scalvini (21) hjá Atalanta, og spænska varnarmanninum Cesar Tarrega (23) hjá Valencia. (Sky Sports)

Liverpool hefur rætt við Real Madrid um brasilíska vængmanninn Rodrygo (24) sem gæti verið hugsaður í stað Luis Díaz (28) ef hann verður seldur í sumar. (Talksport)

AC Milan hefur áhuga á danska sóknarmanninum Rasmus Höjlund (22) hjá Manchester United. (Sky Sports)

West Ham hefur sett sig í samband við Manchester City vegna áhuga á enska vængmanninum Jack Grealish (29). Everton hefur einnig áhuga. (Ben Jacobs)

Lille hefur hafnað tilboðum frá Sunderland og Bournemouth upp á 23 milljónir punda í franska varnarmanninn Bafode Diakite (24). Franska félagið vill fá um 34 milljónir punda fyrir hann. (L'Equipe)

Leeds United er í viðræðum um kaup á brasilíska vængmanninum Igor Paixao (25) frá Feyenoord. (Sky Sports)
Athugasemdir