Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   fös 18. júlí 2025 20:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
EM kvenna: Heimsmeistararnir áfram eftir viðburðaríkan leik gegn heimakonum
EM KVK 2025
Mynd: EPA
Spánn 2 - 0 Sviss
0-0 Mariona Caldentey ('9 , Misnotað víti)
1-0 Athenea del Castillo ('66 )
2-0 Claudia Pina ('71 )
2-0 Alexia Putellas ('88 , Misnotað víti)
Rautt spjald: Noelle Maritz, Switzerland W ('90)

Spánn er komið áfram í undanúrslit á EM kvenna eftir sigur á heimakonum í Sviss í kvöld.

Spánverjar fengu vítaspyrnu snemma leiks en Mariona Caldentey fór illa að ráði sínu og skaut framhjá.

Spánn var með mikla yfirburði í leiknum en það var ekki fyrr en eftir rúmlega klukkutíma leik að þær náðu að brjóta ísinn. Það gerði Athenea del Castillo þegar hún komst í góða stöðu eftir frábæran samleik liðsins.

Stuttu síðar bætti Claudia Pina við öðru marki. Markahrókurinn Alexia Putellas fékk tækifæri til að innsigla sigurinn undir lokin þegar Spánn fékk aðra vítaspyrnu en í þetta sinn varði Livia Peng í marki Sivss.

Noelle Maritz varnarmaður Sviss fékk að líta rauða spjaldið í uppbótatíma en þá voru úrslitin ráðin.

Spánn mætir annað hvort Frakklandi eða Þýskalandi í undanúrslitum. Frakkland og Þýskaland mætast á morgun í síðasta leik átta liða úrslitanna.
Athugasemdir