
„Jú, bara ágætis frammistaða heilt yfir,“ sagði Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Leiknis, eftir 1-1 jafntefli gegn Þrótti á Domusnova vellinum í kvöld.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 - 1 Þróttur R.
„Við byrjum illa. Þeir skora fljótlega á okkur og við erum bara, það er ekki búið að kveikja á okkur eins og oft í sumar. Virkilega ánægður með markið okkar þar sem að við pressuðum boltann, unnum hann, komum honum í gegnum línur og bakvið vörn Þróttar og skorum fallegt mark. Við erum búin að kalla eftir þessu í allt sumar og gerðum það frábærlega vel í dag að skora þarna úr þessu færi. Svo var þetta í rauninni fara 50/50 fannst mér. Þróttararnir sköpuðu sér einhver færi og við sköpuðum okkur færi þannig að já, eitt stig og ég hefði viljað meira,“ hélt hann svo áfram.
Lítið hefur heyrst af leikmanna málum Leiknis og hvort að þeir ætli að sækja nýja leikmenn í glugganum, er það eitthvað sem er verið að skoða?
„Já við erum að skoða það, það er bara að markaðurinn er erfiður og erfitt að fá leikmenn. Ef það eru einhverjir leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur og tékka á hvernig staðan er þannig að jú, við erum alltaf með opinn símann og við erum líka að leita, að sjálfsögðu.“
Viðtalið við Gústa má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.