
„Klúðruðum færunum. Við vorum með þá alveg í köðlunum í fyrri hálfleik og fáum það góð dauðafæri að við eigum að vera búnir að ganga frá leiknum." sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari HK eftir 2-1 tapið gegn Þór en liðin mættust í Kórnum fyrr í kvöld.
Lestu um leikinn: HK 1 - 2 Þór
„4-0 í hálfleik og þá hefði leikurinn veirð búinn en við nýttum færin okkar ílla en það var bara eitt lið á vellinum og það var svekkjandi að fá á sig þessi tvö mörk."
„Þeir hafa ekkert með boltann að gera í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik vorum við aðeins of hægir í okkar aðgerðum og ekki nógu sharp að koma okkur í efstu línu og svo lágu þeir í vellinum og töfðu"
Hermann Hreiðarsson var spurður hvort Þór hafi komið honum á óvart í kvöld en Hermann talar um að liðið hafi ekki spilað fótbolta og verið mikið í grasinu og tafið leikinn.
„Nei alls ekki. Þetta snýst um að nýta færin og við gjörsamlega yfirspiluðum þá í fyrri hálfleik og áttum í rauninni að vera búnir með leikinn og það er ósköp einfallt."