Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   fös 18. júlí 2025 11:04
Elvar Geir Magnússon
Jón Daði ekki kominn með keppnisleyfi
Lengjudeildin
Jón Daði Böðvarsson.
Jón Daði Böðvarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Félagaskiptaglugginn er opinn en Jón Daði Böðvarsson hefur hinsvegar ekki enn fengið keppnisleyfi með Selfossi og ólíklegt að það verði komið fyrir leik liðsins gegn Grindavík í kvöld.

Jón Daði er kominn aftur heim eftir atvinnumennsku og á að baki glæstan landsliðsferil. Hann var kynntur með pompi og prakt á Selfossi á fyrsta degi mánaðarins.

Í tilkynningu frá Selfossi var sagt að hann fengi leikheimild 17. júlí en enn á víst eftir að ganga frá einhverjum málum við enska fótboltasambandið og Selfyssingar að vinna hörðum höndum að því að græja það.

Jón Daði er 33 ára og lék síðast fyrir Burton Albion á Englandi.

Selfoss er í tíunda sæti, einu stigi fyrir ofan fallsætin. Leikurinn gegn Grindavík er gríðarlega mikilvægur en hann mun fara fram á Vogaídýfuvellinum í Vogum.

„Heimataugin er sterk og hjartað leiddi hann greinilega hingað, og það er fagnaðarefni fyrir okkur. Ég geri þær væntingar að hann hjálpi okkur í þeirri erfiðu baráttu sem við erum í núna og lyfti liðinu á hærra plan, geri aðra leikmenn í kringum sig betri, því þetta er frábær fyrirmynd," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Selfoss, þegar Jón Daði var kynntur.

Uppfært: Selfoss hefur staðfest að Jón Daði sé ekki kominn með keppnisleyfi og verði ekki með í kvöld.

föstudagur 18. júlí
18:00 HK-Þór (Kórinn)
19:15 Grindavík-Selfoss (Vogaídýfuvöllurinn)
19:15 Keflavík-Fjölnir (HS Orku völlurinn)
19:15 Fylkir-Njarðvík (tekk VÖLLURINN)
19:15 Leiknir R.-Þróttur R. (Domusnovavöllurinn)

laugardagur 19. júlí
16:00 Völsungur-ÍR (PCC völlurinn Húsavík)
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 13 8 4 1 24 - 10 +14 28
2.    Njarðvík 13 7 6 0 31 - 12 +19 27
3.    HK 13 7 3 3 25 - 15 +10 24
4.    Þór 13 7 2 4 30 - 20 +10 23
5.    Þróttur R. 13 6 4 3 24 - 21 +3 22
6.    Keflavík 13 6 3 4 30 - 22 +8 21
7.    Grindavík 13 4 2 7 28 - 38 -10 14
8.    Völsungur 13 4 2 7 20 - 30 -10 14
9.    Selfoss 13 4 1 8 15 - 25 -10 13
10.    Fylkir 13 2 4 7 16 - 21 -5 10
11.    Leiknir R. 13 2 4 7 13 - 28 -15 10
12.    Fjölnir 13 2 3 8 18 - 32 -14 9
Athugasemdir
banner