Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   fös 18. júlí 2025 20:38
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jón Dagur skoraði sigurmark í uppbótartíma
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslendingar voru í eldlínunni í æfingaleikjum um alla Evrópu í dag. Jón Dagur Þorsteinsson var hetja Hertha Berlin þegar liðið lagði Austria Vín.

Hann spilaði seinni hálfleikinn og skoraði sigurmarkið í uppbótatíma í 2-1 sigri.

Stefán Teitur Þórðarson spilaði 75 mínútur í markalausu jafntefli Preston gegn Getafe. Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði Lille þegar liðið tapaði 3-2 gegn Como. Þá spilaði Nökkvi Þeyr Þórisson hálftíma í 3-3 jafntefli Sparta Rotterdam gegn De Graafschap.

Gísli Gottskálk Þórðarson hefur verið að glíma við meiðsli á ökkla en hann spilaði rúmlega klukkutíma í Íslendingaslag í fyrstu umferð pólsku deildarinnar gegn Cracovia í kvöld.

Cracovia vann 4-1 og Davíð Kristján Ólafsson spilaði allan leikinn.

Gísli og félagar mæta Breiðabliki í 2. umferð í forkeppni í Meistaradeildinni 22. júlí og miðvikudaginn 30. júlí. Fyrri leikur liðanna fer fram í Poznan og seinni leikurinn á Kópavogsvelli.
Athugasemdir
banner