Selfoss vann í Vogum

Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeildinni í kvöld. Selfyssingar eru á flugi en liðið vann annan leik sinn í röð þegar liðið mætti Grindavík í Vogum
Selfyssingar gerðu út um leikinn undir lok fyrri hálfleiks þar sem Ívan Breki Sigurðsson og Aron Fannar Birgisson skoruðu sitt markið hvor með þriggja mínútna millibili.
Selfyssingar gerðu út um leikinn undir lok fyrri hálfleiks þar sem Ívan Breki Sigurðsson og Aron Fannar Birgisson skoruðu sitt markið hvor með þriggja mínútna millibili.
Það var markaveisla í Keflavík þegar Fjölnir kom í heimsókn. Gestirnir settu tóninn þegar Árni Steinn Sigursteinsson skoraði fyrsta mark leiksins eftir rúmlega 30 sekúndna leik.
Liðin skiptust á að skora og staðan var orðin 3-2, Fjölni í vil, eftir rúmlega hálftíma leik.
Frans Elvarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og koma Fjölni í ansi góða stöðu þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma. Keflvíkingar gáfust hins vegar ekki upp og náðu að jafna og Stefán Jón Friðriksson skoraði síðan sigurmark Keflavíkur.
Þetta er annar leikurinn í röð þar sem Fjölnir missir niður tveggja marka forystu og tapar.
Arnar Grétarsson stýrði Fylki í fyrsta sinn í kvöld eftir að hafa tekið við af Árna Frey Guðnasyni á dögunum. Liðið fékk Njarðvík í heimsókn og það var svakaleg dramatík í blálokin. Staðan var markalaus allt fram á fimmtu mínútu í uppbótatíma þegar Amin Cosic skoraði í sínum síðasta leik en hann er á leið í KR.
Þróttur náði forystunni snemma leiks í Breiðholti gegn Leikni en heimamenn náðu að jafna og tryggja sér stig þegar Shkelzen Veseli kom boltanum í netið.
Sjá úrslit kvöldsins og stöðuna í deildinni hér fyrir neðan
Leiknir R. 1 - 1 Þróttur R.
0-1 Kári Kristjánsson ('4 )
1-1 Shkelzen Veseli ('61 )
Lestu um leikinn
Fylkir 0 - 1 Njarðvík
0-1 Amin Cosic ('95 )
Lestu um leikinn
Grindavík 0 - 2 Selfoss
0-1 Ívan Breki Sigurðsson ('40 )
0-2 Aron Fannar Birgisson ('43 )
Lestu um leikinn
Keflavík 5 - 4 Fjölnir
0-1 Árni Steinn Sigursteinsson ('1 )
1-1 Marin Mudrazija ('14 )
1-2 Kristófer Dagur Arnarsson ('25 )
2-2 Marin Mudrazija ('28 )
2-3 Bjarni Þór Hafstein ('33 )
2-4 Frans Elvarsson ('78 , sjálfsmark)
3-4 Edon Osmani ('82 )
4-4 Eiður Orri Ragnarsson ('84 )
5-4 Stefán Jón Friðriksson ('89 )
Lestu um leikinn
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍR | 13 | 8 | 4 | 1 | 24 - 10 | +14 | 28 |
2. Njarðvík | 13 | 7 | 6 | 0 | 31 - 12 | +19 | 27 |
3. HK | 13 | 7 | 3 | 3 | 25 - 15 | +10 | 24 |
4. Þór | 13 | 7 | 2 | 4 | 30 - 20 | +10 | 23 |
5. Þróttur R. | 13 | 6 | 4 | 3 | 24 - 21 | +3 | 22 |
6. Keflavík | 13 | 6 | 3 | 4 | 30 - 22 | +8 | 21 |
7. Grindavík | 13 | 4 | 2 | 7 | 28 - 38 | -10 | 14 |
8. Völsungur | 13 | 4 | 2 | 7 | 20 - 30 | -10 | 14 |
9. Selfoss | 13 | 4 | 1 | 8 | 15 - 25 | -10 | 13 |
10. Fylkir | 13 | 2 | 4 | 7 | 16 - 21 | -5 | 10 |
11. Leiknir R. | 13 | 2 | 4 | 7 | 13 - 28 | -15 | 10 |
12. Fjölnir | 13 | 2 | 3 | 8 | 18 - 32 | -14 | 9 |
Athugasemdir