Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   fös 18. júlí 2025 16:30
Elvar Geir Magnússon
Paul Ince keyrði fullur og missti bílprófið
Mynd: EPA
Paul Ince, fyrrum landsliðsmaður Englands, hefur misst bílprófið í eitt ár og efnið sekt upp á 1,1 milljón íslenskra króna þar sem hann var tekinn fullur undir stýri,

Ince, sem er 57 ára, var handtekinn í síðasta mánuði með áfengi í blóðinu á Range Rover bifreið sinni.

Þegar Ince mætti í dómsalinn var hann í besta skapi. Hann gaf eiginhandaráritanir og sat fyrir á bolamyndum með aðdáendum sem voru fyrir utan.

Ince lék 53 landsleiki fyrir England en hann lék fyrir West Ham, Manchester United, Inter og Liverpool.

Eftir að hann lagði skóna á hilluna fór hann út í þjálfun og var stjóri Reading 2022-23. Hann hefur einnig unnið sem sparkspekingur í fjölmiðlum.


Athugasemdir
banner
banner