Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   fös 18. júlí 2025 22:15
Sverrir Örn Einarsson
Ákvörðun stjórnar Keflavíkur að Gabríel fari strax til Blika
Lengjudeildin
Gabríel Aron verður leikmaður Breiðabliks í glugganum sem nú er opinn.
Gabríel Aron verður leikmaður Breiðabliks í glugganum sem nú er opinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vakti athygli margra að Gabríel Aron Sævarsson leikmaður Keflavíkur var hvergi sjáanlegur í leikmannahópi þeirra er liðið mætti Fjölni í Lengjudeildinni í kvöld. Gabríel skrifaði á dögunum undir samning við Breiðablik og var stefnan að hann myndi ganga til liðs við félagið að tímabilinu loknu.

Heimildir Fótbolta.net hermdu að krafta Gabríels væri ekki lengur óskað í Keflavík og að honum hefði verið meinað að æfa og spila með liðinu. Haraldur Freyr Guðmundsson var til svara eftir leik Keflavíkur og Fjölnis og sagði um málið.

„Hann er búinn að semja við Blika frá og með 1.janúar 2026. Mér skilst reyndar að það sé verið að ganga frá því að hann hafi félagaskipti til þeirra strax.“

„Af minni hálfu og teymisins þá vildum við fyrst og fremst hafa hann hjá okkur og hefðum ekki viljað selja hann eða að hann færi í annað félag. Við héldum að hann væri að fara í skóla erlendis þar til fyrir stuttu þegar það kom upp að af því yrði ekki. Hann er svo samningslaus eftir tímabilið og öðrum liðum frjálst að tala við hann eins og gengur og gerist og hann ákveður að skipta í Breiðablik.“

„Stjórn kemur að því þannig að það sé best fyrir alla aðila að hann þá bara skipti strax yfir og mér skilst að það sé verið að klára það.“

Haraldur vildi þó ekki meina að Gabríel hefði verið meinað að æfa með liðinu,

„Hann var á æfingu hérna í gær en það var tekin sú ákvörðun að hafa hann ekki í hóp í kvöld.“


Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Athugasemdir
banner