Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   fös 18. júlí 2025 11:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tilboð Man Utd í Mbeumo samþykkt
Bryan Mbeumo.
Bryan Mbeumo.
Mynd: EPA
Manchester United hefur náð samkomulagi við Brentford um kaup á Bryan Mbeumo.

Kaupverðið er um 70 milljónir punda fyrir þennan öfluga framherja.

Mbeumo verður annar leikmaður sem Man Utd kaupir í sumar á eftir Matheus Cunha sem kom frá Wolves.

Fabrizio Romano er búinn að setja 'here we go' á þessi skipti og verða þau líklega staðfest á næstu dögum.

Mbeumo er búinn að semja við Man Utd en það var sagt frá því fyrir dágóðu síðan að hann vildi bara skipta yfir til United þrátt fyrir áhuga frá öðrum félögum.

Mbeumo er 25 ára gamall og hefur leikið með Brentford síðan 2019. Hann blómstraði á síðasta tímabili er hann skoraði 20 mörk í 38 deildarleikjum.
Athugasemdir
banner