Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   lau 19. júlí 2025 06:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Tómas Bent gestur á X977 í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tómas Bent Magnússon, Eyjamaðurinn á miðju Vals, verður gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag. Þátturinn er alla laugardaga milli 12 og 14.

Elvar Geir og Benedikt Bóas halda um stjórnartaumana í þættinum í dag og munu skoða allar helstu fréttirnar úr íslenska boltanum; Evrópuleikirnir, Besta deildin, Lengjudeildin og félagaskipti.

Þá verður hringt í Kópavoginn þar sem Breiðablik og Vestri eigast við í Bestu deildinni um leið og þættinum lýkur.


Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner