Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   fös 18. júlí 2025 17:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Vona að Oliver eigi eftir að eiga góðan feril erlendis" - Baldvin fær sénsinn
Oliver Stefánsson hefur verið í stóru hlutverki í liði ÍA undanfarin tvö tímabil.
Oliver Stefánsson hefur verið í stóru hlutverki í liði ÍA undanfarin tvö tímabil.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Baldvin fær kallið.
Baldvin fær kallið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Aðdragandinn var þannig að þeir höfðu áhuga á að fá hann, þeir komu á kíktu á KR leikinn, þá var þetta nánast frágengið. Í framhaldi af því þá fór hann út og samdi við þá," segir Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, við Fótbolta.net í dag.

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson var í morgun tilkynntur hjá pólska félaginu GKS Tychy sem spilar í næstefstu deild þar í landi.

„Ég óska honum góðs gengis og vona að þetta gangi vel hjá honum úti. Samningur hans við ÍA var að renna út í lok tímabilsins og hugur hans leitaði erlendis, þetta er því bara mjög flott. Við vonumst til að sjá hann aftur hérna í framtíðinni, en vonandi ekki alveg strax því ég vona að hann eigi eftir að eiga góðan feril erlendis," segir þjálfarinn.

Oliver, sem er 22 ára varnarmaður, þekkir vel að vera elendis því hann var á mála hjá Norrköping í Svíþjóð á árunum 2018-2022. Sá tími einkenndist af erfiðum meiðslum og sneri Oliver aftur í íslenska boltann tímabilið 2022 þegar hann lék með ÍA á láni. Hann var hjá Breiðabliki 2023 og sneri svo aftur í uppeldisfélagið fyrir síðasta tímabil.

Þarf ÍA að fá inn mann í staðinn fyrir ÍA?

„Það eru þrjú sæti laus í hópnum fyrir leikinn á morgun, tveir í banni, Rúnar (Már Sigurjónsson) og Erik (Tobias Sandberg), og Oliver farinn út. Það er bara mjög jákvætt fyrir hópinn, núna koma ungir, spenntir og ferskir menn inn. Það verður gaman að sjá hvernig þeir taka tækifærinu."

„Við þurfum ekki að taka inn mann í hafsentastöðuna. Ég horfði á leikinn á móti Stjörnunni þar sem Baldvin (Þór Berndsen) spilaði og hann spilaði mjög vel. Hann er í raun búinn að vera óheppinn að hafa ekki fengið sénsinn fyrr, hann fær sénsinn á morgun. Ég hlakka til að sjá hann leysa það,"
segir Lárus Orri.

ÍA keypti Baldvin, sem er 21 árs miðvörður, frá uppeldisfélaginu Fjölni í vetur. Hann hefur komið við sögu í níu deildarleikjum til þessa. ÍA á útileik gegn KA á morgun í uppgjöri botnliðanna, sá leikur hefst klukkan 16:00.
Athugasemdir
banner
banner