Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 18. ágúst 2018 17:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
3. deild: Dalvík/Reynir á leið upp en hver fer með?
Úr leik Dalvíkur/Reynis og KV.
Úr leik Dalvíkur/Reynis og KV.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það eru fjórir leikir búnir í 3. deild karla í dag. Dalvík/Reynir virðist vera á leið upp í 2. deild, en liðið gerði jafntefli við KFG í toppbaráttuslag.

Leikurinn endaði markalaus en varnarleikur hefur verið aðalsmerki Dalvíkinga í sumar, en liðið hefur haldið hreinu í níu af 14 leikjum sínum 2. deild í sumar. Dalvík/Reynir er taplaust í síðustu 10 leikjum.

KH heldur öðru sæti deildarinnar þrátt fyrir tap gegn Einherja, þar sem KFG vann ekki. KH tapaði á Vopnafirði, 2-1, þrátt fyrir að hafa verið manni fleiri frá 27. mínútu. Ótrúlegt.

KF sigraði Vængi Júpiters 2-0 og Ægir vann 2-0 sigur á botnliði Sindra, en Ægir er í næst neðsta sæti. Aðeins eitt lið mun falla úr 3. deildinni þar sem verið er að fjölga í deildinni. Ægir er núna með 11 stig, en Sindri hefur 10 stig.

Dalvík/Reynir virðist ætla að fara upp, en öll lið deildarinnar fyrir utan Ægi og Sindra eru að berjast um annað sætið. Á eftir mætast KV og Augnablik í mikilvægum leik.

Fjórar umferðir eru eftir í deildinni.

Ægir 2 - 0 Sindri
1-0 Emanuel Nikpalj ('35)
2-0 Guðmundur Garðar Sigfússon ('59)

KF 2 - 0 Vængir Júpiters
1-0 Hákon Leó Hilmarsson ('64)
2-0 Grétar Áki Bergsson ('68)

Einherji 2 - 1 KH
1-0 Dilyan Nikolaev Kolev ('3)
1-1 Aron Skúli Brynjarsson ('73)
2-1 Bjartur Aðalbjörnsson ('83)
Rautt spjöld: Dilyan Nikolaev Kolev, Einherji ('27)

KFG 0 - 0 Dalvík/Reynir


Athugasemdir
banner
banner