Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 18. ágúst 2018 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Arnór Sig ræðir um CSKA Moskvu - Bjarki staðfestir tilboðið
Arnór Sigurðsson í leik með Norrköping
Arnór Sigurðsson í leik með Norrköping
Mynd: Norrköping
Það er nóg að gera hjá Bjarka Gunnlaugssyni og félögum í Total Football
Það er nóg að gera hjá Bjarka Gunnlaugssyni og félögum í Total Football
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Bjarki Gunnlaugsson, umboðsmaður hjá Total Football, staðfestir við rússneska vefmiðilinn Sport24.ru að CSKA Moskva hafi lagt fram risatilboð í Arnór Sigurðsson sem leikur með Norrköping í Svíþjóð.

Arnór, sem er 19 ára gamall, hefur átt frábært tímabil með Norrköping og hefur vakið áhuga margra liða en Fótbolti.net greindi frá því að CSKA hafi þegar lagt fram nokkur tilboð í leikmanninn.

Félagið lagði fram 3,8 milljón evra tilboð í Arnór en inn í því eru bónusgreiðslur.

Bjarki staðfesti við Sport24.ru að risatilboðið hafi komið frá CSKA Moskvu.

„Arnór Sigurðsson er mjög áhugasamur um að semja við CSKA Moskvu. Blöðin ljúga ekki. CSKA lagði fram tilboð í hann og nú er það undir Norrköping að ákveða framtíð hans," sagði BJarki.

Arnór er sjálfur afar spenntur fyrir tækifærinu að spila fyrir CSKA en félagið keypti Hörð Björgvin Magnússon frá Bristol City fyrr í sumar.

„Einbeiting mín er 100 prósent að spila fyrir Norrköping en það er heiður að sjá svona hátt tilboð frá stóru félagi. Ég er klár í næsta skref en sænska deildin er líka góð og það er spilað á háu tempói hér. Einbeiting er þó á leikinni á sunnudagin, það er það eina sem ég get sagt," sagði Arnór við NT.se.

„Ég veit að það eru fimm Íslendingar sem spila í Rússlandi, meðal annars Jón Guðni Fjóluson. CSKA spilar í Meistaradeildinni og ég hef heyrt góða hluti um félagið en ég vil ekki hugsa um neitt annað fyrr en það gerist eitthvað í þessu," sagði hann í lokin.



Athugasemdir
banner
banner
banner