Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 18. ágúst 2018 13:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Benítez: Kenedy var vítaskytta okkar
Mynd: Getty Images
Rafa Benítez, stjóri Newcastle, var svekktur eftir jafntefli gegn Cardiff í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar. Newcastle fékk tækifæri til að vinna leikinn þrátt fyrir að vera manni færri, en Kenedy klúðraði vítaspyrnu á síðustu mínútu uppbótartímans.

„Kenedy var vítaskytta okkar. Matt Ritchie er aðalvítaskyttan en hann var farinn út af," sagði Benítez, en Kenedy átti dapran dag.

Newcastle spilaði manni færri frá 66. mínútu en þá fékk Isaac Hayden að líta beint rautt spjald. Kenedy var mjög heppinn að sleppa við rautt spjald í fyrri hálfleiknum.

„Þetta var erfiður leikur. Við lentum í vandræðu með hægri bakvarðarstöðuna, það fór of mikið gegn okkur. Ég vil ekki tala um dómarann," sagði Benítez.

„Við vissum að þetta yrði mikil barátta og það er erfiðara þegar þú ert bara með 10 leikmenn. Ég get ekki kvartað yfir vinnuframlaginu."
Athugasemdir
banner
banner