lau 18. ágúst 2018 15:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Chelsea og Arsenal: Hazard á bekknum
Matteo Guendouzi lenti í basli gegn Manchester City, en heldur sæti sínu.
Matteo Guendouzi lenti í basli gegn Manchester City, en heldur sæti sínu.
Mynd: Getty Images
Chelsea og Arsenal mætast í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni klukkan 16:30.

Leikurinn fer fram á Brúnni í Lundúnum, fyrsti heimaleikur Maurizio Sarri, stjóra Chelsea.

Chelsea vann Huddersfield 3-0 í fyrsta leik og heldur í sama byrjunarlið frá þeim leik. Eden Hazard er áfram á varamannabeknum en er tilbúinn að koma inn á.

Arsenal gerir tvær breytingar frá tapinu gegn Manchester City í 1. umferð. Nacho Monreal kemur inn í vinstri bakvörðinn og Alex Iwobi byrjar í stað Aaron Ramsey.

Hinn 19 ára gamli Matteo Guendouzi er áfram í byrjunarliðinu og Lucas Torreira er á bekknum.

Byrjunarlið Chelsea: Kepa, Azpilicueta, Rudiger, Luiz, Alonso, Kante, Jorginho, Willian, Barkley, Pedro, Morata.

(Varamenn: Caballero, Hazard, Moses, Kovacic, Giroud, Zappacosta, Christensen)

Byrjunarlið Arsenal: Cech, Bellerin, Sokratis, Mustafi, Monreal, Xhaka, Guendouzi, Mkhitaryan, Ozil, Iwobi, Aubameyang.

(Varamenn: Leno, Elneny, Ramsey, Lacazette, Torreira, Lichtsteiner, Welbeck)
Athugasemdir
banner
banner