Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 18. ágúst 2018 16:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Gott gengi undir stjórn Bielsa heldur áfram
Bielsa er að gera frábæra hluti.
Bielsa er að gera frábæra hluti.
Mynd: Getty Images
Lærisveinar McClaren töpuðu 7-1! Það hefur gengið mjög illa hjá McClaren í síðustu störfum sínum og byrjunin er ekki góð hjá QPR.
Lærisveinar McClaren töpuðu 7-1! Það hefur gengið mjög illa hjá McClaren í síðustu störfum sínum og byrjunin er ekki góð hjá QPR.
Mynd: Getty Images
Birkir Bjarnason byrjaði hjá Aston Villa.
Birkir Bjarnason byrjaði hjá Aston Villa.
Mynd: Getty Images
Jón Daði kom inn á sem varamaður.
Jón Daði kom inn á sem varamaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gott gengi Leeds undir stjórn Marcelo Bielsa heldur áfram. Liðið vann sinn þriðja sigur í þriðja leiknum í Championship-deildinni. Bielsa er að byrja einstaklega vel með liðið.

Sjá einnig:
Pistill: Hvernig Bielsa hefur vakið sofandi risa

Leeds vann 2-0 sigur gegn Rotherham á heimavelli í dag og situr í öðru sæti, einu stigi á eftir Middlesbrough. Leeds á leik til góða á Middlesbrough.

Marcelo Bielsa er fyrsti stjóri í sögu Leeds til að byrja á að vinna fjóra leiki í röð, hann vann líka gegn Bolton í deildarbikarnum.


Derby, undir stjórn Frank Lampard, tapaði öðrum leiknum í röð og þá vann West Brom stórsigur gegn lærisveinum Steve McClaren í QPR. Lokatölur þar voru 7-1.

Misjafnt gengi Íslendingaliðanna
Birkir Bjarnason skoraði sigurmarkið í síðasta deildarleik Aston Villa. Hann byrjaði í dag en var tekinn af velli eftir 64 mínútur í 1-1 jafntefli gegn Ipswich.

Aston Villa er í fjórða sæti með sjö stig stig en hitt Íslendingalið deildarinnar, Reading er í næst neðsta sæti.

Reading tapaði á heimavelli gegn Bolton, 1-0. Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem varamaður á 73. mínútu.

Hér að neðan eru úrslit og markaskorarar.

Bristol City 0 - 2 Middlesbrough
0-1 Martin Braithwaite ('13 )
0-2 Britt Assombalonga ('32 )

Hull City 0 - 1 Blackburn
0-1 Bradley Dack ('43 )

Ipswich Town 1 - 1 Aston Villa
0-1 Jonathan Kodjia ('21 )
1-1 Trevoh Chalobah ('36 )
Rautt spjald: Tayo Edun, Ipswich Town ('39)

Leeds 2 - 0 Rotherham
1-0 Luke Ayling ('49 )
2-0 Kemar Roofe ('71 )

Millwall 2 - 1 Derby County
1-0 Lee Gregory ('7 )
2-0 Shaun Williams ('20 )
2-1 David Nugent ('73 )

Reading 0 - 1 Bolton
0-1 Yanic Wildschut ('49 )

Sheffield Utd 2 - 1 Norwich
1-0 John Egan ('9 )
1-1 Jordan Rhodes ('26 )
2-1 Billy Sharp ('90 )

West Brom 7 - 1 QPR
1-0 Matthew Phillips ('29 )
1-1 Joel Lynch ('34 )
2-1 Kieran Gibbs ('53 )
3-1 Jay Rodriguez ('56 , víti)
4-1 Dwight Gayle ('67 )
5-1 Jay Rodriguez ('82 , víti)
6-1 Matthew Phillips ('88 )
7-1 Hal Robson-Kanu ('90 )

Wigan 2 - 2 Nott. Forest
1-0 Nick Powell ('2 )
1-1 Matty Cash ('10 )
2-1 Will Grigg ('31 , víti)
2-2 El Arbi Soudani ('90 , víti)

Klukkan 16:30 hefst leikur Preston og Stoke
Athugasemdir
banner
banner