Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 18. ágúst 2018 13:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England - Byrjunarlið: Gylfi byrjar - Alderweireld kemur inn
Gylfi byrjar hjá Everton gegn Southampton.
Gylfi byrjar hjá Everton gegn Southampton.
Mynd: Getty Images
Alderweireld, sem var sterklega orðaður við Manchester United í sumar, kemur inn hjá Tottenham.
Alderweireld, sem var sterklega orðaður við Manchester United í sumar, kemur inn hjá Tottenham.
Mynd: Getty Images
Vardy byrjar hjá Leicester.
Vardy byrjar hjá Leicester.
Mynd: Getty Images
Pellegrini gerir þrjár breytingar á liði West Ham eftir 4-0 tapið gegn Liverpool.
Pellegrini gerir þrjár breytingar á liði West Ham eftir 4-0 tapið gegn Liverpool.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson er í byrjunarliði Everton gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn hefst klukkan 14:00, en þá hefjast einnig þrír aðrir leikir. Sjónvarpsleikurinn er leikur Everton og Southampton.

Gylfi byrjaði í 2-2 jafntefli gegn Úlfunum í 1. umferð, en var tekinn af velli snemma eftir að Phil Jagielka fékk að líta rauða spjaldið. Gylfi fær væntanlega fleiri mínútur í dag.

Gylfi opnaði markareikning sinn með Everton í ensku úrvalsdeildinni í fyrra með glæsimarki gegn Southampton. Ef þú ert búinn að gleyma hvernig það var, smelltu þá hér

Everton byrjar með sama lið og gegn Úlfunum fyrir utan það að Mason Holgate kemur inn fyrir Jagielka. Kurt Zouma er á bekknum, en Yerry Mina, Andre Gomes og Bernard eru ekki í hóp.

Danny Ings er mættur í byrjunarliðið hjá Southampton.

Byrjunarlið Everton: Pickford, Coleman, Holgate, Keane, Baines, Schneiderlin, Gueye, Walcott, Sigurdsson, Richarlison, Tosun.

(Varamenn: Stekelenburg, Kenny, Zouma, Davies, Lookman, Calvert-Lewin, Niasse)

Byrjunarlið Southampton: McCarthy, Cedric, Stephens, Hoedt, Bertrand, Ward-Prowse, Lemina, Romeu, Redmond, Austin, Ings.

(Varamenn: Gunn, Yoshida, Targett, Hojbjerg, Armstrong, Long, Gabbiadini)

Leicester fær nýliða Úlfanna í heimsókn. Jamie Vardy og Harry Maguire byrja hjá Leicester. Úlfarnir byrja með sama lið og gerði 2-2 jafntefli gegn Everton.

Byrjunarlið Leicester: Schmeichel, Maguire, Chilwell, Evans, Albrighton, Pereira, Mendy, Ndidi, Maddison, Gray, Vardy.

Byrjunarlið Wolves: Rui Patricio, Bennett, Coady, Boly, Doherty, Moutinho, Neves, Jonny, Costa, Jimenez, Jota.

Tottenham fær nýliða Fulham í "heimsókn" á Wembley. Vesen er með nýjan heimavöll Tottenham og þarf liðið að spila eitthvað áfram á Wembley. Vonast er til þess að nýi völlurinn verði tekinn í notkun í lok október.

Andstæðingur Tottenham í dag eru nýliðar Fulham, sem hafa styrkt sig mikið í sumar. Fulham tapaði fyrir Crystal Palace í 1. umferðinni og ætlar sér að gera betur í dag.

Toby Alderweireld byrjar hjá Tottenham og Kieran Trippier er líka mættur.

Timothy Fosu-Mensah, lánsmaður frá Manchester United, byrjar hjá Fulham og þá kemur Andre-Frank Zambo Anguissa líka inn í byrjunarlið Fulham. Hann kostaði félagið víst 30 milljónir punda, en hann kom frá Marseille.

Byrjunarlið Tottenham: Lloris, Alderweireld, Sanchez, Vertonghen, Trippier, Dier, Eriksen, Davies, Lucas, Dele, Kane.

Byrjunarlið Fulham: Fabri, Fosu-Mensah, Chambers, Le Marchand, Bryan, Seri, Anguissa, Cairney, Kamara, Sessegnon, Mitrovic.

Þá mætast West Ham og Bournemouth á Ólympíuleikvanginum í Lundúnum. West Ham gerir þrjár breytingar frá tapinu gegn Liverpool. Pablo Zabaleta, Robert Snodgrass og Javier Hernandez koma inn í byrjunarliðið fyrir Ryan Fredericks, Declan Rice og Michail Antonio.

Bournemouth heldur í sama lið og sigraði Cardiff, 2-0. Jefferson Lerma, dýrasti leikmaður í sögu félagsins, er ekki í hóp.

Byrjunarlið West Ham: Fabianski, Zabaleta, Balbuena, Ogbonna, Masuaku, Noble, Wilshere, Anderson, Snodgrass, Arnautovic, Hernandez.

Byrjunarlið Bournemouth: Begovic, Smith, S.Cook, Ake, Daniels, Brooks, Gosling, Surman, Fraser, Wilson, King.

Leikir dagsins á Englandi:
11:30 Cardiff City - Newcastle United (Stöð 2 Sport)
14:00 Everton - Southampton (Stöð 2 Sport)
14:00 Leicester City - Wolves
14:00 Tottenham Hotspur - Fulham
14:00 West Ham - Bournemouth
16:30 Chelsea - Arsenal (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner