lau 18. ágúst 2018 18:25
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
England: Marcos Alonso reyndist hetja Chelsea í sigri á Arsenal
Marcos Alonso skoraði sigurmarkið á 81. mínútu.
Marcos Alonso skoraði sigurmarkið á 81. mínútu.
Mynd: Getty Images
Henrikh Mkhitaryan skoraði og lagði upp.
Henrikh Mkhitaryan skoraði og lagði upp.
Mynd: Getty Images
Chelsea 3 - 2 Arsenal
1-0 Pedro ('9 )
2-0 Alvaro Morata ('20 )
2-1 Henrikh Mkhitaryan ('37 )
2-2 Alex Iwobi ('41 )
3-2 Marcos Alonso ('81 )

Lokaleikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni var Lundúnaslagur Chelsea og Arsenal en leikið var á Stamford Bridge.

Heimamenn byrjuðu betur og það var Spánverjinn Pedro Rodríguez sem sá til þess að Chelsea náði forystunni þegar hann skoraði eftir sendingu frá Marcos Alonso.

Á 20. mínútu var staðan orðin 2-0 fyrir Chelsea þegar Alvaro Morata skoraði eftir sendingu frá Cesar Azpilicueta, Chelsea í góðum málum en það átti eftir að breytast því Arsenal tókst að jafna fyrir hálfleik með mörkum frá Henrikh Mkhitaryan og Alex Iwobi. Flottur karakter hjá Arsenal að koma til baka og jafna en gestirnir fengu tækifæri til að skora fleiri mörk í fyrri hálfleiknum.

Klúðrin í fyrri hálfleik áttu eftir að reynast Arsenal dýrkeypt því Spánverjinn Marcos Alonso reyndist hetja Chelsea þegar hann skoraði sigurmark leiksins á 81. mínútu, 3-2 sigur Chelsea niðurstaðan sem er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina.

Arsenal er hins vegar í heldur verri málum, stigalaust eftir fyrstu tvo leikina en þeir mæta West Ham á heimavelli á laugardaginn.

Sjá einnig:
England: Kenedy skúrkurinn í gæðalitlum leik
England: Gylfi og félagar með sigur gegn Southampton
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner