lau 18. ágúst 2018 10:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enn möguleiki á því að Neymar fari?
Powerade
Neymar er mættur í slúðrið á ný. Real Madrid getur enn keypt hann.
Neymar er mættur í slúðrið á ný. Real Madrid getur enn keypt hann.
Mynd: Getty Images
Það er komið að slúðri dagsins á þessum laugardegi. Félagaskiptaglugginn er lokaður á Englandi og Ítalíu en hann er til að mynda enn opinn í Þýskalandi og á Spáni.



Real Madrid er tilbúið að greiða 300 milljónir evra fyrir Neymar (26). UEFA er að rannsaka hvort Paris Saint-Germain hafi brotið fjármálareglur sambandsins en ef svo verður að PSG fái refsingu, þá gæti Real nýtt sér það og krækt í Neymar. (Sport)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur útilokað möguleikann að fá Claudio Marchisio (32). Samningi miðjumannsins við Juventus var rift í gær. (Goal)

Salomon Rondon (28) er í láni hjá Newcastle frá West Brom. Hann vill að Newcastle kaupi sig. (Chronicle)

Vonir Tottenham um að losa sig við hollenska sóknarmanninn Vincent Janssen (24) hafa orðið að nánast engu eftir að í ljós kom að hann verður frá vegna meiðsla til jóla. (Sun)

Marco Silva, stjóri Everton, vill að leikmenn sínir tali ensku, alltaf þegar þeir eru í vinnunni. (Telegraph)

Stephy Mavididi, (20) sóknarmaður, hefur yfirgefið Arsenal og skrifað undir hjá Ítalíumeisturum Juventus. Hann lék aldrei aðalliðsleik fyrir Arsenal. (Sky Sports)

Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, segist ekki hafa rætt við vini sína Pep Guardiola og Mauricio Pochettino, stjóri Man City og Tottenham, um að fá leikmenn á láni. (Yorkshire Evening Post)

Núverandi eigendur Sunderland segja að fyrrum eigendur hafi eytt 1000 pundum á mánuði, 137 íslenskum krónum, í plöntur gerðar úr plasti. (Sunderland Echo)

Celtic hafnaði tilboði frá Porto í miðjumanninn Olivier Ntcham (22). Tilboðið var upp á meira en 13 milljónir punda. (Goal)
Athugasemdir
banner
banner
banner