Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 18. ágúst 2018 19:59
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Frakkland: Rúnar Alex hélt markinu hreinu í sigri
Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dijon 2-0 Nantes
1-0 Julio Tavares ('8)
2-0 Julio Tavares ('73)
Rautt spjald: Abdoulaye Toure, Nantes ('78)

Rúnar Alex Rúnarsson og félagar hans í Dijon byrja vel í frönsku úrvalsdeildinni en þeir mættu Nantes í kvöld.

Julio Tavares kom Dijon yfir strax á 8. mínútu, staðan 1-0 fyrir heimamönnum í hálfleik og þannig var hún þar til á 73. mínútu þegar Tavares bætti við öðru marki sínu og öðru marki Dijon.

Niðurstaðan í þessum leik því 2-0 sigur Dijon sem byrjar tímabilið vel í Frakklandi, með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina.
Athugasemdir
banner
banner
banner