Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 18. ágúst 2018 17:54
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Inkasso: HK sigraði Þór örugglega - Mikilvægur sigur Leiknis
HK sigraði Þór 4-1. HK er í 2. sæti Inkasso-deildarinnar en Þór í 3. sæti.
HK sigraði Þór 4-1. HK er í 2. sæti Inkasso-deildarinnar en Þór í 3. sæti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveimur síðustu leikjum dagsins í Inkasso-deild karla er nú ný lokið, þar mættust HK og Þór og Magni og Leiknir R.

HK var sæti ofar en Þór fyrir leikinn í dag og með sigri Þórs hefðu þeir getað komist í 2. sætið en svo fór ekki. Brynjar Jónasson skoraði fyrsta mark leiksins strax á 5. mínútu, tólf mínútum síðar var staðan orðin 2-0 fyrir heimamenn í HK þegar Zeiko Troy Jahmiko Lewis skoraði.

Hann bætti svo við öðru marki sínu skömmu fyrir hálfleik og staðan í hálfleik því 3-0 fyrir HK. Ekki batnaði staðan fyrir gestina þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik en þá bætti Brynjar Jónasson við fjórða marki HK. Jóhann Helgi Hannesson minnkaði muninn fyrir gestina á 90. mínútu en nær komstu þeir ekki og niðurstaðan því 4-1 sigur HK sem er áfram í öðru sæti en nú með 38 stig.

Á Grenivíkurvelli fékk Magni, Leikni R. í heimsókn en þessi lið voru fyrir leikinn í tólfta og níunda sæti deildarinnar. Aðeins eitt mark var skorað í viðureign liðanna en það gerði Ólafur Hrannar Kristjánsson fyrir gestina á 15. mínútu og þeir lyftu sér því upp í 7. sæti með sigrinum og eru nú með 18 stig, Magni situr hins vegar á botni deildarinnar með 12 stig.

HK 4 - 1 Þór
1-0 Brynjar Jónasson ('5 )
2-0 Zeiko Troy Jahmiko Lewis ('17 )
3-0 Zeiko Troy Jahmiko Lewis ('37 )
4-0 Brynjar Jónasson ('55 )
4-1 Jóhann Helgi Hannesson ('91 )
Lestu nánar um leikinn

Magni 0 - 1 Leiknir R.
0-1 Ólafur Hrannar Kristjánsson ('15 )
Lestu nánar um leikinn

Sjá einnig:
Inkasso: Rúst í fallbaráttuslag - ÍA styrkti stöðu sína á toppnum
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner