lau 18. ágúst 2018 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Klopp: Ég get ekki verið í þessu til að gleðja alla
Jürgen Klopp
Jürgen Klopp
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool á Englandi, varar leikmenn liðsins við því að hann getur ekki valið alla í liðið og að þeir sem byrja ekki leikina þurfi að bæta leik sinn.

Hópurinn hjá Liverpool er ansi stór og eru mörg stór nöfn þar en félagið fékk Alisson Becker, Fabinho, Naby Keita og Xherdan Shaqiri í sumar.

Auk þess komu leikmenn til baka úr láni en Liverpool getur þó enn losað sig við leikmenn til 31. ágúst.

„Ég get ekki verið í þessu til að gleðja fólk. Ég gæti það aldrei," sagði Klopp.

„Hvað sem gerist fyrir 31. ágúst, eða svona fyrir utan kannski Rússland og Kína, þar sem glugginn er opinn lengur held ég, þá er ljóst að hópurinn verður sá sami í alla vega fjóra mánuði fram að janúar. Hver getur ekki verið ánægður með að vera partur af hópnum fram að þeim tíma?" sagði og spurði Klopp.

„Ég get ekki hjálpað þeim. Það sem ég get gert er að allir þeir leikmenn sem verða hér æfa á hæsta gæðastigi og eiga góðan möguleika á því að vera mikilvægir fyrir liðið og geta haldið sér í liðinu. Það gerir okkur ánægða."

„Það eru töluvert erfiðari hlutir í lífinu en að vera ekki í liðinu á laugardögum eða sunnudögum. Þú átt alltaf möguleika á að breyta stöðu þinni til þess að verða mikilvægur partur af hópnum,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner