Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 18. ágúst 2018 10:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kolbeinn enn utan hóps - Sagt að Nantes vilji losa sig við hann
Spilar ekki í Íslendingaslagnum
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson er ekki í hóp hjá franska félaginu Nantes í dag. Nantes mætir Dijon í Íslendingaslag, en með Dijon leikur markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson.

Kolbeinn var utan hóps fyrir fyrsta leik Nantes og hann er heldur ekki í leikmannahópnum í dag.

Kolbeinn kom við sögu í tveimur leikjum undir lok síðasta tímabils eftir að hafa spilað lítið sem ekki neitt í tæp tvö ár vegna meiðsla.

Kolbeinn vonaðist til þess að vera valinn í landsliðshópinn fyrir HM, en hann var ekki valinn í hópinn. Heimir Hallgrímsson, þáverandi landsliðsþjálfari, talaði um það að valið væri „of snemmt" fyrir Kolbein.

Í frönskum fjölmiðlum er talað um að Kolbeinn sé einn þeirra leikmanna sem Nantes sé að reyna að losa sig við áður en glugginn lokar. Á vefsíðu Maxifoot má finna grein þess efnis, að Kolbeinn sé einn sex leikmanna sem Nantes sé að skoða að selja áður en glugginn lokar. Félagaskiptaglugginn í Frakklandi lokar um mánaðarmótin.

Kolbeinn hefur verið hjá Nantes frá 2015, en þar áður lék hann í Hollandi með AZ og Ajax. Hann hefur einnig verið á mála hjá Galatasaray í Tyrklandi, en þar spilaði hann ekkert vegna meiðsla.

Næsta landsliðsverkefni Íslands, fyrsta verkefni Erik Hamren sem landsliðsþjálfara, er í byrjun september, þegar Ísland mætir Sviss ytra og Belgíu heima í Þjóðadeildinni. Kolbeinn spilaði síðast landsleik þegar Ísland tapaði fyrir Frakklandi á EM 2016.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner