banner
   lau 18. ágúst 2018 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Mido: Salah vill eiga langan feril hjá Liverpool
Mohamed Salah
Mohamed Salah
Mynd: Getty Images
Egypska goðsögnin Mido segir að Mohamed Salah, leikmaður Liverpool á Englandi, sé ánægður þar og að hann vilji vera hjá liðinu næstu árin.

Salah kom til LIverpool frá Roma á síðasta ári fyrir 35 milljónir punda en hann var markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og bætti markametið í 38 leikja deild.

Hann var orðaður við Real Madrid í sumar en Mido, sem lék með liðum á borð við Ajax, Tottenham, Marseille og Middlesbrough, segir að það sé ekkert sem bendir til þess að hann yfirgefi Liverpool í bráð.

„Ég tala við fólkið sem er í kringum hann og segist hann vera sáttur hjá Liverpool og vill vera þar eins lengi og mögulegt er," sagði Mido.

„Hann er búinn að aðlaga sig hjá Liverpool og ég býst við að hann verði þarna næstu þrjú eða fjögur árin. Real Madrid er risafélag en Liverpool er ekkert minna félag. Að vera hjá félagi þar sem þú ert elskaður af stuðningsmönnum, það er það sem alla leikmenn dreymir um," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner