Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 18. ágúst 2018 12:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Kenedy mjög heppinn að sleppa við rautt spjald
Mynd: Getty Images
Brasilíumaðurinn Kenedy átti arfaslakan fyrri hálfleik í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar sem nú stendur yfir á milli Cardiff og Newcastle.

Kenedy er á láni hjá Newcastle frá Chelsea, en hann fór í gegnum fyrri hálfleikinn án þess að klára eina einustu sendingu. Hann er fyrsti útileikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni frá 2010 sem tekst að gera það.

Kenedy var þá líka stálheppinn að fá ekki rautt spjald þegar hann sparkaði miðjumanninn Victor Camarasa niður en boltinn var ekki nálægt atvikinu.

Craig Pawson, dómari leiksins, var nálægt atvikinu en hann gaf Kenedy ekki einu sinni spjald.

Kenedy gat þarna prísað sig sælan, en spurning spurning er hvort atvikið verði tekið fyrir eftir leikinn og Kenedy fái þá bann.

Smelltu hér til að sjá myndband af atvikinu.



Athugasemdir
banner
banner