lau 18. ágúst 2018 07:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Titilbaráttan í aðalhlutverki í útvarpsþættinum í dag
Gestir úr Garðabænum
Guðjón Baldvinsson kemur í heimsók.
Guðjón Baldvinsson kemur í heimsók.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Það er þriggja hesta kapphlaup um Íslandsmeistaratitilinn í karlaflokki og það kapphlaup verður í aðalhlutverki í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag laugardag milli 12 og 14.

Elvar Geir og Benedikt Bóas stýra þættinum en Tómas Þór snýr úr fríi í næstu viku.

Hitað verður upp fyrir stórleik Breiðabliks og Vals sem verður á mánudag. Benedikt er harður stuðningsmaður Vals og þá mætir Hilmar Jökull, stuðningsmaður Breiðabliks, í hljóðver.

Tveir gestir úr Garðabænum mæta; Guðjón Baldvinsson og Alex Þór Hauksson. Stjarnan er komin í úrslitaleik bikarsins og stefnir á Íslandsmeistaratitilinn.

Gefið verður á gestalista á fallbaráttuslag Fjölnis og Víkings sem fram fer á mánudag.

Í þættinum mun Mist Rúnarsdóttir gefa stutta skýrslu úr bikarúrslitaleik kvenna og þá verður enski og ítalski boltinn til umfjöllunar. Björn Már Ólafsson, sérfræðingur um ítalska boltann, verður á línunni.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Hvernig fer Man City - Arsenal á sunnudag?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner