fim 18. ágúst 2022 10:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Allar líkur á að Hudson-Odoi fari á láni frá Chelsea
Mynd: EPA
BBC greinir frá því að Callum Hudson-Odoi sé nálægt því að fara frá Chelsea á láni til annars félags til að fá meiri möguleika á því að spila. Hudson-Odoi hefur ekki komið við sögu í fyrstu leikjum Chelsea á nýju tímabili og eru nokkur félög sögð hafa áhuga á honum.

Þrjú félög eru nefnd og eru það Borussia Dortmund, Newcastle og Southampton en fleiri félög eru þó sögð hafa áhuga. Hudson-Odoi kom við sögu í fimmtán leikjum í úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Chelsea vill ekki missa leikmanninn alfarið frá sér en er opið fyrir því að lána hann í burtu.

Chelsea hefur mikið verið orðað við Anthony Gordon hjá Everton að undanförnu og er talið að það hafi áhrif á stöðu Hudson-Odoi sem og koma Raheem Sterling.

Hudson-Odoi er ekki eini leikmaður Chelsea sem er orðaður í burtu en þeir Christian Pulisic og Hakim Ziyech eru einnig sagðir líklegir til að halda annað fyrir gluggalok.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner