Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   fim 18. ágúst 2022 23:15
Sverrir Örn Einarsson
Binni Gests: Stundum er harðlífi
Lengjudeildin
Brynjar Gestsson (th) ásamt Andy Pew
Brynjar Gestsson (th) ásamt Andy Pew
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Já þetta er orðið ógeðslega þreytt og allir eru orðnir þreyttir á því. En það er eins og þessi leikur segir allt sem segja þarf að geta ekki náð einhverju út úr þessu.“ Sagði vonsvikinn þjálfari Þróttar Vogum Brynjar Gestsson eftir 1-0 tap Þróttar gegn Gróttu í kvöld í leik þar sem heimamenn í Þrótti voru síst lakari aðilinn.

Lestu um leikinn: Þróttur V. 0 -  1 Grótta

Þróttarar sem eru því sem næst fallir úr Lengjudeildinni hafa átt lítilli lukku að fagna þetta sumarið. Þrátt fyrir ágætis leik gefa þeir mark og fátt virðist ganga þeim í hag sem oft vill fylgja liðum í erfiðri stöðu.

„VIð eigum skot í stöngina sem rúllar eftir línunni og ef við hefðu verið annars staðar hefði hann örugglega farið í stöngina og inn. Svo er það markið sem er ótrúlega slysalegt og óheppilegt hjá Unnari sem spilaði reyndar frábærlega í leiknum fyrir utan það en þetta var sennilega gjöf ársins. “

Brynjar hafði orð á því að ákvarðanataka á síðasta þriðjungi vallarsins hefði kostað hans lið í dag sem þrátt fyrir að vinna sig oft á tíðum í góðar stöður kom boltanum ekki í markið.

„Við erum kannski með fullann teig af mönnum og ákveðum að skjóta og öfugt. Síðan spilum við síðustu 25 ḿínúturnar eins og það séu tvær mínútur eftir. Við erum að berjast en við eigum það til að halda kannski fullmikið áfram að berjast og ég hef sagt það áður að þegar við vinnum boltum þá vantar smá ró.“

Vogamenn eru raunsæir með stöðu liðsins og eru þegar farnir að huga að næsta tímabili sem þrátt fyrir tölfræðilegan möguleika á að bjarga sæti sínu menn gera ráð fyrir að leika í 2.deild.

„Já eins og í dag. Þetta var lykilleikur fyrir okkur ef við ætluðum okkur að vera einhverstaðar nálægt þessu. Auðvitað tölfræðilega mögulegt en við þurfum bara að hugsa um einn leik í einu . Það hefði verið kærkomið að taka eitthvað í dag og í svo mörgum öðrum leikjum. En svona er fótboltinn og svona er lífið. Stundum er harðlífi og það er svo sannarlega núna.“

Sagði Brynjar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner